Samkvæmt fjarskiptayfirvöldum í Bretlandi mun ný farsímakerfalöggjöf Evrópusambandsins (ESB), sem ætlað er að vernda neytendur, hafa þveröfug áhrif. BBC segir frá þessu í kvöld.

Nýju löggjöfinni er ætlað að þvínga símafyrirtæki til að lækka gjöld fyrir að hringja á milli farsímakerfa um allt að 70%. Fjarskiptayfirvöld í Bretlandi segja nú að farsímafyrirtækin muni ná þeim peningum sem tapast með þessu útspili ESB til baka á aðra vegu.

Talið er að kostnaður þess sem hringir milli kerfa muni lækka. Hins vegar muni sá sem tekur við símtalinu munu þurfa að borga hærri gjöld en áður. Þetta kemur helst við þá sem kjósa að eyða litlu fé í farsímann sinn og þá sem nota fyrirframgreidd símakort.

Búist er við því að framkvæmdastjórn ESB muni koma með frekari tillögur í þá veru að lækka notkun á farsímum, en forsvarsmenn á þeim bænum telja símafyrirtæki rukka of hátt verð fyrir þjónustu sína.