Bæjarráð Vestmannaeyja er óánægt með fjárlagafrumvarpið vegna þess að fjármögnun á nýrri Vestmannaeyjaferju er ekki tryggð í því. Þetta kom fram í fréttum RÚV í morgun. Gert sé ráð fyrir því í frumvarpinu að fjármögnun ferju verði skoðuð þegar fullnaðarhönnun liggi fyrir.

Þetta kallar bæjarráðið orðhengilshátt og segir slíkt ekki boðlegt fyrir samfélag sem hafi beðið milli vonar og ótta í fjögur ár vegna ótryggra samgangna. Elliða Vignissyni bæjarstjóri hefur því verið falið að boða þingmenn Suðurkjördæmis á fund eftir helgi auk þess sem Vestmannaeyingar vilja svör frá samgönguyfirvöldum um málið.