"Við fyrstu sýn virðist fyrirkomulagið vera fremur ógegnsætt og því ólíklegt til að skila núverandi eigendum hæsta mögulega verði. Ógegnsæið á bæði við um þau skilyrði sem sett eru um samsetningu og "nægjanlega" reynslu fjárfestahópsins og um að mat verði lagt á hugmyndir og framtíðarsýn fjárfestanna. Þá kemur á óvart að almenningi skuli ekki boðið að taka þátt í einkavæðingunni milliliðalaust, eins og gert var þegar ríkisbankarnir voru seldir," segir í Vegvísi Landsbankans í dag.