Guðmundur Bjarnason, forstjóri Íbúðalánasjóðs, gagnrýnir að rannsóknarnefnd um Íbúðalánasjóð hafi ekki leitað álits frá Deutsche Bank þegar rannsóknarskýrsla um sjóðinn var unnin.

Í skýrslunni er framkvæmd við skuldabréfaskipti sjóðsins gagnrýnd. Fullyrt er að vegna rangra útreikninga við skuldabréfaskipti úr húsbréfum í íbúðabréf hafi sjóðurinn tapað miklum fjármunum. Guðmundur Bjarnason sagði við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun að skuldabéfaskiptin hafi verið unnin í samstarfi við erlendan ráðgjafa, Deutsche Bank, en rannsóknarnefndin hafi þó aldrei séð ástæðu til að ræða við þann aðila eða leita upplýsinga.

Guðmundur Bjarnason mótmælir fullyrðingum um tapið og vísar þar til útreikninga DB. „.. og er hér eindregið mælst til þess að þingnefndin kalli þessa ráðgjafa til viðtals og upplýsingagjafar,“ sagði Guðmundur Bjarnason. Auk þess hafi fleiri ráðgjafar verið fengnir til verksins og Guðmundur Bjarnason vísar meðal annars í úttekt þar sem sagði að ekki væri hægt að gagnrýna Íbúðalánasjóð fyrir ákvörðun skiptiálagsins