Francois Hollande, forsetaframbjóðandi Sósíalistaflokksins í Frakklandi, gagnrýnir samkomulagið sem gert var á leiðtogafundi Evrópusambandsins fyrir helgi og segist munu leita nýrra samninga um umsamin máli komist hann til valda í forsetakosningum í vor. Þetta kom fram í fréttum RÚV í morgun.

Francois Hollande sagði í útvarpsviðtali í morgun að fyrrnefnt samkomulag væri ekki rétta svarið við vandanum á evrusvæðinu.

Hollande hefur haft forystu yfir hugsanlega forsetaframbjóðendur í fylgiskönnunum að undanförnu, en kosið verður í tveimur umferðum í apríl og maí á næsta ári.