Sérfræðingar hjá JP Morgan telja að Samsung hafi selt um 6,5 milljónir eintaka af Galaxy SIII símanum á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Þeir telja að á þriðja ársfjórðungi muni salan á snjallsímanum aukast í 15 milljónir eintök.

Ef sérfræðingar JP Morgan hafa rétt fyrir sér þýðir að Galaxy SIII er orðinn einn af vinsælustu snjallsímunum í dag.

Þó þessar sölutölur séu vissulega góðar þá má benda á að Apple seldi rúmlega 35 milljónir eintaka af iPhone á öðrum ársfjórðungi þessa árs.