James K. Galbraith, bandarískur hagfræðingur sem þekktur er fyrir skrif sín og rannsóknir án misskiptingu í dreifingu tekna mun halda fyrirlestur í Háskóla Íslands þann 14. júní næstkomandi. Hann mun fjalla um fyrrnefnd viðfangsefni sem og efnahagslegt fall Grikklands. Fyrirlesturinn verður haldinn klukkan 12:00 í Hátíðasal háskólans.

Galbraith hefur meðal annars verið ráðgjafi grísku ríkisstjórnarinnar í samningum hennar við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Evrópusambandið, auk þess sem hann hefur veitt ráð varðandi fjárhagsaðstoð og skuldaniðurfellingar þjóðarinnar.

J.K. Galbraith hefur verið gagnrýninn á viðtekna starfshætti hagfræðinga. Þá hefur hann meðal annars gagnrýnt bók franska hagfræðingsins Thomas Piketty, Capital in the 21st Century, en áhugasamir geta lesið gagnrýnina með því að smella hér.

Nefna má að sá Galbraith sem um ræðir er ekki John Kenneth Galbraith (d. 2006), annar þekktur hagfræðingur sem hefur sömu upphafsstafi og nánast nákvæmlega sama nafn og James Kenneth Galbraith. John Kenneth er kunnur fyrir að hafa skrifað bækurnar The Affluent Society og The New Industrial State sem þýdd hefur verið á íslensku sem Iðnríki okkar daga.