Útgáfa danska blaðsins Nyhedsavisen, sem er að tæpum helmingi í íslenskri eigu, er í mikilli óvissu. Endurskoðendur útgáfufélags blaðsins munu ekki undirrita ársreiking þess fyrr en fjármögnun er tryggð og þá fyrst er hægt að skila honum inn til dönsku ársreikningaskrárinnar.

Vandræði Nyhedsavisen eru ekki eingöngu bundin við fjármögnun, heldur skuldar útgáfan danska skattinum um 115 milljónir íslenskra króna sem áttu að greiðast í byrjun júní. Hins vegar verður Nyhedsavisen neytt til gjaldþrotaskipta verði ársreikningnum ekki skilað inn í byrjun næstu viku. Í frétt business.dk kemur fram að fjárinnspýting í reksturinn, sem Morten Lund er sagður vinna hörðum höndum að, sé nauðsynleg forsenda þess að útgáfa Nyhedsavisen geti haldið áfram.

______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .