Toyota ætla að innkallað 90.000 eintök af árgerð 2008 af Highlander og Highlander sport bílum fyrirtækisins vegna mögulegra vandamála við að tryggja öryggi barna í barnabílstólum í bílunum. Læsing öryggisbeltanna er ekki nægilega örugg við notkun tiltekinna barnabílstólum og gætu sætin því mögulega hreyfst úr stað.

Umferðaröryggiseftirlit Bandaríkjanna uppgötvaði gallann við prófanir á barnabílstól, en enn er ekki vitað til þess að nein meiðsli hafi hlotist af galla Toyota bifreiðanna. Beltin virka eins og þau eiga að gera í slysum, en ekki við venjulegan akstur.

Eigendur bílana munu fá bréf um hvernig þeir eiga að snúa sér í málinu í byrjun júní, en skipt verður um öryggisbeltabúnaðinn sem er gallaður þeim að kostnaðarlausu.