Samkvæmt nýrri könnun, sem Gallup gerði fyrir Viðskiptablaðið, eru fleiri andvígir upptöku evru en hlynntir. Ítarlega verður fjallað um könnunina í Viðskiptablaðinu sem kemur út í fyrramálið.

Svarendur voru spurðir hvort þeir væru hlynntir eða andvígir upptöku evru sem gjaldmiðils á Íslandi. Svarmöguleikarnir voru mjög hlynntur, frekar hlynntur, hvorki né, frekar andvígur og mjög andvígur.

Mikill munur á milli stjórnmálaflokka

Um 75% þeirra sem myndu styðja Sjálfstæðisflokkinn ef gengið yrði til kosninga í dag eru mjög eða frekar andvígir upptöku gjaldmiðilsins. Hins vegar eru aðeins 4% stuðningsmanna flokksins mjög hlynntir evrunni, en 11% frekar hlynnt.

Mikill meirihluti stuðningsmanna framsóknarflokksins eru andvígir upptökunni, eða 71%. Hins vegar eru aðeins 18% hlynnt.

Hér má sjá niðurstöður fyrir alla stjórnmálaflokkanna.