Barack Obama Bandaríkjaforseti og Mitt Romney, einn af frambjóðendum í forvali repúblíkana, eru hnífjafnir samkvæmt nýrri skoðunarkönnun Gallup í Bandaríkjunum.

© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)

Báðir fengju þeir 47% atkvæða á landsvísu. Hins vegar fengi Romney 47% í þeim 12 ríkjum sem mest óvissa ríkir um úrslitin (e. swing states) en Obama fengi 46%.

Hver forsetaframbjóðandi Repúblíkanaflokksins kemur ekki í ljós fyrr en eftir hálft ár, en síðustu úrslitin ættu að berast í lok júní á næsta ári.

Könnunin var gerð meðal skráðra kjósenda dagana 20-27 október

Mitt Romney er frambjóðandi í forkosningum Repúblíkana fyrir forsetakosningarnar 2012.
Mitt Romney er frambjóðandi í forkosningum Repúblíkana fyrir forsetakosningarnar 2012.
© BIG (VB MYND/BIG)