Fjármálaeftirlitið (FME) veitti í gær GAM Management hf. starfsleyfi sem rekstrarfélag verðbréfasjóða samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki.

Þetta kemur fram á vef FME en starfsleyfi GAM Management tekur til reksturs verðbréfasjóða og annarra sjóða um sameiginlega fjárfestingu, fjárfestingarráðgjafar og vörslu og stjórnun fjármálagerninga í sameiginlegri fjárfestingu.

Þá kemur fram að rekstrarfélagið hyggst fyrst um sinn starfrækja einn verðbréfasjóð, Verðbréfasjóð GAM Management og tvo fagfjárfestasjóði samkvæmt lögum um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði, GAMMA: Iceland Fixed Income Fund og GAMMA: FX.

Jafnframt hefur eigendum GAM Management sem eru MP Banki hf., Ægir Invest hf. og Agnar Tómas Möller, verið veitt heimild til að fara með virkan eignarhlut í félaginu.

Sjá nánar á vef FME.