Icelandair Hotel Reykjavík Marína er staðsett við Reykjavíkurhöfn. Hótelið er á fjórum hæðum og hýsir 108 herbergi. Á hótelinu er fundaraðstaða, kokteilbar, veitingasala, kaffihús, líkamsrækt og bíósalur. Húsgögn og innréttingar eru sérsmíðaðar á Íslandi.

Það er sérstök stemmning á Icelandair Hotel Reykjavík Marína. Gestir hafa talað um að þetta sé næstum eins og vera úti á landi en samt er hótelið staðsett í miðborginni.

Icelandair Hotel Reykjavík Marína býður upp á skemmtilega og óvenjulega svítu. Hún er 70 fermetrar að stærð. Það er hægt að leigja nokkur samliggjandi herbergi með svítunni og þá fer plássið upp í 110 fermetra: „Þetta er góður kostur fyrir fólk sem ferðast með barnfóstrur og öryggisgæslu. Það er töluvert mikið um að gestir okkar þurfi á aukaherbergjum að halda fyrir starfsfólk sitt. Einnig er algengt að fólk noti þessi aðliggjandi herbergi fyrir skrifstofur,“ segir Snorri Thors, hótelstjóri.

Svítan er kölluð Landsbjargarsvítan því hluti af leiguverðinu rennur til Slysvarnarfélagsins Landsbjargar.

Útsýnið yfir Slippinn úr svítunni er einstakt. Hún er á þriðju hæðinni og er úti á austurenda og er því á efstu hæðinni þar: „Það sem er sérstakt við svítuna og í raun öll herbergin hér á hótelinu er að hér blandast saman ólíkir hlutir. Gamlir antík munir í bland við okkar nútíma hönnun,“ segir Snorri.

Nóttin á svítunni kostar frá 80 þúsund krónum. Og hvert herbergi kostar 20 þúsund krónur aukalega.

Hótel Marína Landsbjargarsvítan
Hótel Marína Landsbjargarsvítan
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Hótel Marína Landsbjargarsvítan
Hótel Marína Landsbjargarsvítan
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Hótel Marína Landsbjargarsvítan
Hótel Marína Landsbjargarsvítan
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Hótel Marína Landsbjargarsvítan
Hótel Marína Landsbjargarsvítan
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)