Hreggviður Ingason var nýlega ráðinn til starfa hjá Lífsverki lífeyrissjóði sem forstöðumaður eignastýringar. Hann hóf störf strax eftir áramót.

Afleiðusamningar og fjármálastærðfræði

Hreggviður hefur starfað lengi á íslenskum fjármálamarkaði. Hann hefur mikið starfað við afleiður og afleiðusamninga, og segist alltaf hafa haft mikinn áhuga á slíkum þáttum efnahagslífsins.

Hreggviður nam hagfræði við Háskóla Íslands. og lauk meistaragráðu í hagfræði frá Boston University árið 2005 og síðan M.Sc. gráðu í fjármálastærðfræði frá Warwick háskóla í Bretlandi árið 2006. Auk þess hefur Hreggviður lokið námi í verðbréfaviðskiptum.

Hreggviður hóf störf hjá Kaupþingi á árunum 2006-2007, en þar starfaði hann sem sérfræðingur í gjaldeyris- og afleiðumiðlun bankans. Síðan þá hefur hann starfað við eignastýringu með sérstakri áherslu á afleiður og samningum þeim viðkomandi.

Kennir til hliðar í HR

Til hliðar við vinnuna hefur Hreggviður kennt í Háskólanum í Reykjavík. „Það er alveg frábært, segir Hreggviður, spurður hvort honum finnist gefandi að kenna háskólanemum.

„Það er alltaf svona einn kúrs á ári sem ég reyni að taka að mér. Bæði er skemmtilegt að breyta til og svo er gaman að hitta krakka sem eru að fara út á markaðinn. Maður veit að þetta eru þeir sem þú munt líklega vinna með í framtíðinni. Það er gaman að heyra nýjar raddir og ný álit á markaðnum.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.