*

sunnudagur, 16. júní 2019
Innlent 11. apríl 2019 21:15

Gaman Ferðir hætta eftir fall Wow

Ferðaskrifstofan Gaman Ferðir hefur skilað inn ferðaskrifstofuleyfi sínu og hætt starfsemi.

Ritstjórn
Stjórnendur Wow air og Gaman Ferða þegar greint var frá kaupum Wow air á 49% hlut í Gaman Ferðum árið 2015.
Aðsend mynd

Ferðaskrifstofan Gaman Ferðir hefur skilað inn ferðaskrifstofuleyfi sínu og hætt starfsemi samkvæmt tilkynningu frá félaginu. Þar segir að fall Wow air, sem átti 49% hlut í Gaman Ferðum, hafi orðið því mun þyngri baggi en gert hafði verið ráð fyrir og þótt félagið hafi staðið vel að vígi hafi verið orðið ljóst að lausafjárstaða félagsins næstu 6 mánuðina yrði ekki nægjanlega sterk til þess að réttlæta áframhaldandi starfsemi og mun hreinlegra að stöðva reksturinn áður en viðskiptavinum og starfsfólki yrði gerður fjárhagslegur skaði.

Gaman Ferðir hafa lögbundnar tryggingar sem munu grípa inn í og endurgreiða þeim sem komast ekki í fyrirhugaða ferð. Farþegum er bent á að þeir þurfa að gera kröfu í tryggingaféð rafrænt í gegnum þjónustugátt Ferðamálastofu til þess að fá endurgreiðslu. Þá er vísað á Ferðamálastofu verðandi frekari upplýsingar um stöðu viðskiptavina Gaman Ferða.

Stikkorð: Wow air Gaman Ferðir
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is