*

laugardagur, 15. maí 2021
Innlent 28. janúar 2016 18:31

Gamla Eimskipafélagið þarf að greiða 7,4 milljarða

Hæstiréttur hefur kveðið upp dóm í skattamáli gamla Eimskipafélagsins. Félagið átti 4,2% við skráningu Eimskipa.

Ritstjórn

Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá síðasta ári að hlutafélagið A1988 fái ekki fellda niður 7,4 milljarða króna skattkröfu.

Félagið, sem er hét áður Hf. Eimskipafélag Íslands, gerði nauðsamning við kröfuhafa. Þá voru gefnar eftir kröfu upp á um 90 milljarðar króna.

Ríkisskattstjóri taldi eftirgjöfina tekjur og lagði 7,4 milljarða álagningu tekjuskatts á fyrirtæki. Forsvarsmenn A1988 töldu hins vegar að eftirgjöfin væri ekki skattskyld. Á það féllst Hæstiréttur ekki.

Félagið átti 4,2% hlut í nýja Eimskip

A1988 hf. átti 4,2% hlut í Eimskip eftir að félagið var skráð á markaði haustið 2012. Ári síðar nam markaðsvirði hlutarins 1,8 milljarði króna.

Tilurð þessa eignarhluta er að þegar nauðsamningar Hf. Eimskipafélags Íslands var gerður, þá var 4,2% hlut í nýja Eimskip haldið fyrir utan úthlutun til kröfuhafa líkt og greint er frá í skýringu 15 í ársreikningi Eimskip fyrir árið 2012 sem og kafla 7,5 í samantekt skráningarlýsingarlýsingar Eimskipa og kafla 1.5.8 í skráningarlýsingunni sjálfri.

Þessi bréf voru hugsuð sem framlag nýja félagsins til óframkominna krafna. Sá hluti bréfanna sem sem ekki var nýttur á móti þessum óframkomnu kröfum skyldi síðan renna aftur til félagsins og verða þá ígildi eigin bréfa

Þann 12. mars 2014 fékk Eimskipafélag Íslands hf. afhenta 7.441.950 hluti í félaginu frá A1988 hf. Hlutirnir jafngiltu 3,72% af heildarhlutafé Eimskips á þeim tíma. Félagið átti enn 0,5% af hlutafé Eimskipa í árslok 2014.