*

föstudagur, 19. júlí 2019
Innlent 14. júní 2015 17:15

Gamla myndin: 230 milljóna Íslendingasögur

Varaformaður haftahópsins var í pallborði hjá tímaritinu Fókus árið 2000.

Ritstjórn

Benedikt Gíslason, varaformaður haftahópsins, var í pallborði hjá tímaritinu Fókus árið 2000 ásamt þeim Benedikti Pálmasyni, Almari Guðmundssyni, Þórði Pálssyni og Elsu M. Böðvarsdóttur. Voru þau fengin til að leggja mat á verðmæti alls milli himins og jarðar í kjölfar skráningar deCODE á verðbréfamarkað.

Þar mat Benedikt að hægt væri að selja kvikmyndaréttinn að þremur Íslendingasögum í Hollywood fyrir þrjár milljónir dollara eða um 230 milljónir króna á verðlagi ársins 2000.