Birna Einarsdóttir, þáverandi framkvæmdastjóri sölu- og markaðsmála hjá Íslandsbanka, kynnti ásamt þeim Jóni Þórissyni aðstoðarforstjóra og Ingólfi Bender, forstöðumanni Greiningar, 100% lán bankans til húsnæðiskaupa á blaðamannafundi í nóvember 2004.

Ljósmyndari er Þorvaldur Örn Kristmundsson (ÞÖK) og birtist myndin í Morgunblaðinu.

Af því tilefni var haft eftir Ingólfi að til næstu ára myndi íbúðaverð væntanlega hækka. „Húsnæðisverð stendur hátt sögulega séð en ekki er annað að sjá en þetta muni halda áfram,“ sagði Ingólfur sem taldi áhrifin af 100% lánum bankans væntanlega tiltölulega lítil.

Gamla myndin birtist í Viðskiptablaðinu 6. febrúar 2014. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð .