Sigmundur Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar sem kallar sig Sigmund Erni, lenti í kröppum dansi á Akureyri um síðustu helgi þegar ölvaður maður veittist að honum og hugðist ráðast á hann. Kaldhæðni örlaganna réði því að sér­ sveitamaður á frívakt var réttur maður á réttum stað og sneri manninn niður.

Myndin hér að ofan birtist í DV í lok maí árið 1998. Sigmundur var þá aðstoðarfréttastjóri Stöðvar 2 en í samtali við DV lýsti hann því hvernig hann hefði helst vilj­að verða bóndi á yngri árum og vildi það reyndar enn. Sigmundur hefur þó enn ekki látið þann draum rætast. Hann starf­aði á fjölmiðlum til ársins 2009 þegar honum var sagt upp á Stöð 2. Sama ár var hann kjörinn á þing fyrir Samfylkinguna.