Finnur Ingólfsson, þáverandi aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, hlaut afgerandi kosningu í því sem kallað var „skoðanakönnun“ fulltrúaráðs Framsóknarflokksins í Reykjavík í nóvember 1990.

Guðmundur G. Þórarinsson, þáverandi þingmaður flokksins, var afar óánægður með niðurstöðurnar, sagði hana vera marklaust gabb og sakaði Finn um óheilindi. Verið var að velja á lista flokksins í næstu kosningum og náði Guðmundur ekki bindandi kosningu. Myndin birtist á forsíðu DV þann 12. nóvember 1990.