*

mánudagur, 26. júlí 2021
Innlent 5. maí 2013 13:05

Gamla myndin: Frumkvöðull í netverslun

Katrín Júlíusdóttir rak barnafataverslunina Lipurtá á sínum tíma og opnaði netverslun árið 1999.

Ritstjórn
None

Katrín Júlíusdóttir, sem þá var eigandi barnafataverslunarinnar Lipurtáar, opnaði vefverslun með barnaföt síðla árs 1999. Morgunblaðið fjallaði um nýbreytnina og hafði eftir Katrínu að markaðurinn væri óráðin stærð, „en samt sem áður hefur maður heyrt frá þeim, sem hafa verið að skoða þetta að verslun á netinu er að aukast mikið og að hún eigi eftir að aukast enn meira“.

Óhætt er að fullyrða að Katrín hafði rétt fyrir sér. Myndin birtist í Morgunblaðinu þann 13. nóvember 1999.