Nítjánda þing Sambands ungra framóknarmanna fór fram haustið 1982 og urðu á þinginu formannsskipti. Guðni Ágústsson lét af embætti og tók Finnur Ingólfsson við keflinu.

Guðni Ágústsson varð síðar formaður Framsóknarflokksins en í nýrri bók Björns Jóns Bragasonar, Bylting – og hvað svo?, segir að eftir miðstjórnarfund haustið 2008, sem hafi verið skipulagður gegn sér, hafi hann leikið þann óvænta leik að segja af sér og henda flokknum í grasrótina.