Í desember 1987 var greint frá því að Gránufélagið svokallaða hefði verið stofnað á Sauðárkróki. Meðal aðstandenda félagsins var Gylfi Arnbjörnsson cand. merc. í rekstrar- og svæðishagfræði, sem hafði þá stofnað ráðgjafarfyrirtækið Hugmyndir sf.

Hugmyndir veitti annars vegar sérfræðilega ráðgjöf í gerð byggðaáætlana. Hins vegar veitti Hugmyndir sf. einstökum fyrirtækjum alhliða ráðgjöf og aðstoð við reksturinn.

Með Gylfa á myndinni, sem birtist í Degi, eru þau Jón Gauti Jónsson, Unnur Kristjánsdóttir, Margrét Soffía Björnsdóttir og Arnþrúður Ösp Karlsdóttir.