Hildur Sverrisdóttir, sem nýlega tók við af Gísla Marteini Baldurssyni sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins,var einn af fyrstu starfsmönnum Jafningjafræðslunnar.

Árið 1998, eða tveimur árum eftir stofnun fræðslunnar, tók Hildur við viðurkenningu Starfsgreinasjóðs Rotary á Íslandi fyrir hönd Jafningjafræðslunnar. Á myndinni sést Hildur taka við viðurkenningunni frá Birgi Ísleifi Gunnarssyni og Georg H. Tryggvasyni.