Félagarnir Magnús Magnússon, Sigfús Ólafsson og Róbert Marshall stungu saman nefjum á fundi miðstjórnar Alþýðubandalagsins í júní 1994 og lýsir blaðamaður Vikublaðsins þeim sem hugsandi ungum mönnum.

Leiðir þremenninganna skildu hins vegar fjórum árum síðar þegar Magnús og Sigfús voru meðal hóps ungs Alþýðubandalagsfólks sem sagði skilið við flokkinn vegna óánægju með samrunaviðræður við Alþýðuflokkinn og stofnun Samfylkingarinnar.