Samfylkingarfólk gerði sér glaðan dag á Hótel Borg í febrúar 2003 þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kvaddi borgarstjórn Reykjavíkur og hætti sem borgarstjóri.

Meðal veislugesta voru þær Þórunn Sveinbjarnardóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, sem nýlega olli nokkru fjaðrafoki þegar hún sagði málflutning sjálfstæðismanna varðandi kirkjuheimsóknir skólabarna bera vott um „djöfulsins teboðshræsni“.