Þessi mynd birtistist af Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra í Eintaki í ágúst 1994 þar sem samherjar hennar í pólitík og andstæðingar lýstu skoðunum sínum á Jóhönnu.

Þar er skrifað að Jóhanna sé ekki stíf eins og sumir halda heldur með mikinn og góðan húmor. Hún og Vilmundur Gylfason eru einnig sögð hafa verið dekurbörn flokksins og menn hafi staðið og setið eins og þau vildu.

Samstarfskonur Jóhönnu frá flugfreyjuárunum segja í greininni að flestar stelpurnar hafi verið puntdúkkur og að stöðug tískusamkeppni hafi verið í gangi sem Jóhanna vildi ekki taka neinn þátt í.