Í desember 2004 kynntu sparisjóðirnir og Íbúðalánasjóður nýja leið við fjármögnun íbúðarhúsnæðis. Hvorki var gerð karfa um að lántakendur væru í viðskiptum við sparisjóðina né var innheimt sérstakt uppgreiðslugjald ef lánin yrðu greidd upp fyrir lánstíma. Sparisjóðirnir og Íls gátu þar með boðið lán sem námu allt að 90% af markaðsvirði eigna til allt að 40 ára á 4,15% föstum vöxtum, mest 25 milljónir.

Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri SÍSP, Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri SPRON, Guðmundur Bjarnason, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, og Gunnar S. Björnsson, formaður stjórnar Íbúðalánasjóðs, voru að vonum glaðir í bragði. Myndin birtist í Morgunblaðinu þann 6. desember 2004.