Á árum áður fylgdust fjölmiðlar betur með Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna, eða MORFÍS, en þeir virðast gera nú.

Í janúar 1987 þótti lið Menntaskólans í Reykjavík sérstaklega sigurstranglegt, enda vann það fyrstu tvö árin sem keppnin var haldin. Morgunblaðið tók þrjá af fjórum liðsmönnum MR-liðsins tali og ræddi við þá um keppnina, en í liðinu voru framtíðarþingmennirnir Birgir Ármannsson og Illugi Gunnarsson auk Auðuns Atlasonar, sem nú er sendiherra, og Sveinn Valfells, eðlisfræðingur og hagfræðingur. Sveinn var hins vegar ekki til staðar þegar þessi mynd var tekin.

Gamla myndin birtist í Viðskiptablaðinu 28. nóvember 2013.