Níu keppendur tóku þátt í Íslandsmeistaramótinu í hjólreiðum árið 1983, en aðeins fimm keppendur kláruðu keppnina. Hjólaðir voru 110 kílómetrar og samkvæmt frétt Tímans hjóluðu fimmmenningarnir í hnapp þar til tíu kílómetrarvoru eftir og dró þá í sundur með þeim.

Fjárfestirinn og nýkjörinn þingmaður Framsóknarflokksins, Frosti Sigurjónsson, lenti í öðru sæti og hjólaði hann kílómetrana 110 á þremur tímum, sex mínútum og fimmtíu sekúndum, og kom í mark ríflega tveimur mínútum á eftir fyrsta manni, Pálmari Kristmundssyni. Frosti er lengst til hægri á myndinni.