Már Guðmundsson hefur samanlagt starfað í Seðlabankanum í meira en 25 ár. Fyrst á hagfræðideild, síðan sem forstöðu­maður hagfræðisviðs, þá sem aðalhagfræðingur og loks seðlabankastjóri. Þessi mynd var tekin á skrifstofu Más í bank­anum árið 1984 en þá hafði hann starfað þar í fjögur ár.

Myndin tengdist frétt um það þegar Már ásamt öðrum félögum í Fylkingunni – baráttusamtökum sósíalista gengu í Alþýðubandalagið.

Myndin birtist í Þjóðviljanum 10. febrúar 1984.

Gamla myndin birtist í Viðskiptablaðinu 27. febrúar 2014. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð .