Vorið 1994 kom Viðskiptablaðið út í fyrsta sinn og af því tilefni ræddi blaðamaður Pressunnar við Óla Björn Kárason, ritstjóra hins nýja blaðs. Var Óli Björn m.a. spurður að því hvort blaðið yrði „ekki bara enn eitt hallelújablaðið um viðskipti“.

Óli Björn svaraði: „Það er ekki okkar að dæma um slíkt. Við vonum að svo verði ekki, en látum lesendur um að dæma verk okkar. Hins vegar er ljóst að í ritstjórnarstefnu leggur blaðið áherslu á frelsi í viðskiptum.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .