Skýrslutæknifélagið hélt ráðstefnu í apríl 1997 um rafræn viðskipti og viðskipti á internetinu og var þar m.a. rætt um hluti sem enn eru til umræðu í dag, með öðru sniði þó. T.d. var kynnt til sögunnar það sem í frétt DV er kallað rafsilfur.

Eyþór Arnalds, þáverandi varaforseti OZ hf., kynnti svo þrívíddarhugbúnað fyrirtækisins sem nota mætti til að búa til sýndarverslanir á netinu. Í umfjöllun blaðsins segir að líklegt sé að hugbúnaður þeirra OZ-manna verði mikið notaður, bæði í almennum samskiptum og verslun á netinu.