Þann 4. janúar 2013 voru gefin út tvö sérleyfi til leitar og vinnslu kolefna á Drekasvæðinu og voru þau undirrituð í ráð­ herrabústaðnum við Tjarnargötu að viðstöddum Borten Moe, olíu- og orkumálaráðherra Noregs.

Að undirritun lokinni var glösum lyft og meðal þeirra sem fögnuðu voru Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, og Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra.

Mynd Kristins Ingvarssonar birtist í Morgunblaðinu.