Sigurjón Þ. Árnason tók við starfi sem annar bankastjóra Landsbankans vorið 2003 og nokkrum mánuðum síðar tók hann þátt í því sem kallað var stærstu viðskipti Íslandssögunnar fram að þeim tíma. Þá eignaðist Landsbankinn og tengdir aðilar 27% hlut í Eimskipum, Straumur varð stærsti hluthafinn í Flugleiðum og hlutur Íslandsbanka í Sjóvá jókst verulega.