Guðmundur Andri Thorsson tók sér frí frá pistlaskrifum vorið 2000 og lék fyrir dansi í reiðhöllinni í Hafnarfirði með hljómsveitinni Spöðum í afmæli banka- og hestakonunnar Guðrúnar Guðmundsdóttur. Samkvæmt frétt DV þótti Guðmundur Andri standa sig firnavel sem sveiflusöngvari. Myndin birtist í DV 29. apríl 2000.