Þorsteinn Sæmundsson, sem nú er þingmaður Framsóknarflokks, var áður framkvæmdastjóri Pöntunarfélags Eskfirðinga. Þann 2. júlí 1985 greindi Morgunblaðið frá því þegar Þorsteinn vakti þessu unga pari, sem hafði skömmu áður eignast þríbura, von í brjósti með 35.000 króna gjafabréfi í Pöntunarfélaginu.

Þorsteinn er ekki af baki dottinn þótt hann sé kominn á þing og æskir þess að vekja ungum Íslendingum von í brjósti með því að deila út heldur meiri peningi úr heldur stærri sjóði, en hann vill að ríkið byggi 120 milljarða króna áburðarverksmiðju.