Vilhjálmur Bjarnason viðskiptafræðingur, sem er á leið inn á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn, var árið 1984 bankastjóri Útvegsbanka Íslands í Vestmannaeyjum. Hann bragðar hér á loðnuhrognum en vinnsla þeirra var að hefjast.

Í myndatextanum við myndina sem birtist í Morgunblaðinu segir að vísir menn austur í Japan telji hrognin einstakt fjörefnafóður og um leið hið mesta lostæti.