Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, er tíður gestur fjölmiðla þessa dagana enda standa yfir viðræður um endurskoðun kjarasamninga eins og nánar er fjallað um hér framar í Viðskiptablaðinu í dag. Árið 1988 var Vilhjálmur framkvæmdastjóri Verslunarráðs Íslands (síðar Viðskiptaráð) en DV fékk hann til að segja frá því hvernig hann eldaði uppáhaldsmatinn sinn, sem þá var bökuð ýsa í ofni. Myndin hér að ofan birtist í DV 27. ágúst 1988.

Uppskriftin fylgir hér með til gamans: Ýsuflök, roðflett og beinhreinsuð. Ýsuflökin eru lögð í eldfast mót og eru notuð ca 150-200 g á mann. Því næst er búin til sósa en í hana fer eftirfarandi: Rjómi, sérrílögg, ostbitar, kókosmjöl, sveppir, graslaukur, epla- bitar, ananasbitar og rækjur. Ekki er nauðsynlegt að nota allt þetta í sósuna en hún verður girnilegri ef það er gert. Sósunni er hellt yfir fiskinn og hann bakaður í 20-30 mínútur, fer eftir magni. Borið fram með hrísgrjónum og salati.