Á Jónsmessumóti Golfklúbbs Sauðárkróks árið 1991 hitti blaðamaður Dags fyrir kylfingana Guðmund Ragnarsson, Hjört Geirmundsson og Örn Sölva Halldórsson þar sem þeir voru að hefja leik á fyrstu braut. Með þeim í för var sérstakur þjónn, Gunnar Bragi Sveinsson að nafni, sem sá um að halda þeim „mjúkum og heitum“ í norðansvalanum með ýmsum veigum sem hann flutti um golfvöllinn í hjólbörum.

Gunnar Bragi sinnti hins vegar ekki hlutverki kylfusveinsins, enda báru kylfingarnir þrír kylfur sínar sjálfir. Kylfingarnir þrír voru virðulega klæddir og þjónninn í stíl við það, í tvíhnepptum jakkafötum og með hvíta þjónshanska að auki.

Gamla myndin birtist í Viðskiptablaðinu 29. ágúst 2013. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð .