Þeir 73 milljarðar króna, sem nýi Landsbankinn greiddi til gamla Landsbankans fyrir helgi verður greidd út til kröfuhafa mjög fljótlega samkvæmt því sem kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Upphæðin bætist við þá 594 milljarða króna sem höfðu verið greiddar til kröfuhafana í desember síðastliðnum.

Í Fréttablaðinu kemur fram að þar með hafi þrotabú Landsbankans greitt rúmlega fimmtíu prósent af fogangskröfum sínum, sem nema alls 1.323 milljörðum krónum.

„Af þeim eru kröfur tryggingarsjóðs innstæðueigenda í Hollandi og Bretlandi vegna innlánasöfnunar Landsbankans í þeim löndum, meðal annars á Icesave-netreikninga, 86 prósent upphæðarinnar. Tryggingarsjóður innstæðueigenda á Íslandi (TIF) er í ábyrgð fyrir 674 milljörðum króna, eða helmingi allra samþykktra forgangskrafna. Sú greiðsla sem þrotabúið verður búið að greiða út á næstu vikum er nánast jafnhá og sem nemur ábyrgð TIF,“ segir í Fréttablaðinu.

Slitastjórn Landsbankans telur, samkvæmt nýjasta eignarmati, að eignir muni duga fyrir öllum forgangskröfum og eftir muni standa 122 milljarðar krónur upp í aðrar kröfur.