Slitastjórn gamla Landsbankans (LBI) seldi í mars allar kröfur sínar á hendur þrotabúi Glitnis fyrir 28 milljarða króna. Þetta kemur fram á forsíðu Morgunblaðsins í dag. Þar segir að bandarískunar vogunarsjóður í eigu John Poulsons hafi verið á meðal þeirra sem keyptu kröfurnar. Slitastjórn bankans tjáir sig ekki um málið.

Vogunarsjóðurinn Paulson Credit Opportunities á samkvæmt kröfuhafalista Glitnis nú kröfur á þrotabús Glitnis að fjárhæð um 20 milljarða. Fyrir söluna var LBI þriðji stærsti kröfuhafi Glitnis.