Danska miðasölufyrirtækið Venuepoint hefur verið selt til fjölmiðlarisans Egmont, sem meðal annars á Nordisk Film og TV2 í Noregi.

Billetlugen
Billetlugen

90% hlutur í Venuepoint var seldur af Solstra Capital Partners, sem hefur séð um eign ALMC, áður Straums, í Venuepoint frá árinu 2009.

Venuepoint er móðurfélag danska miðasölufyrirtækisins Billetlugen og hefur verið að hasla sér völl í Noregi og Svíþjóð sem hefur orðið til þess að félagið hefur ekki skilað hagnaði undanfarin ár.

Viðskiptavinir Billetlugen eru meðal annars Tivolíið í Kaupmannahöfn og tónlistarhús Danmarks Radio. Samkvæmt frétt Börsen er söluverðið á milli nokkurra hundruða milljóna íslenskra króna til tveggja milljarða.