*

fimmtudagur, 9. desember 2021
Innlent 19. nóvember 2019 11:45

Gamma flytur frá Garðastræti 37

Gamma Capital Management hefur flutt höfuðstöðvar sínar úr Garðastræti í Katrínartún 2.

Ritstjórn
Höfuðstöðvar Gamma voru í sögufrægu húsi við Garðastræti 37.
Haraldur Guðjónsson

GAMMA Capital Management hf. hefur flutt höfuðstöðvar sínar úr Garðastræti 37 í Katrínartún 2 (turninn í Borgartúni), 8. hæð. 

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Gamma þar sem viðskiptavinum eru boðnir velkomnir í ný húsakynni. 

Gamma hefur haft höfuðstöðvar sínar í Garðastræti frá árinu 2014. Gamma tók fyrst til starfa árið 2008 og var fyrstu sex árin á Klapparstíg. Garðastræti 37 er meðal elstu funkishúsa landsins og hýsti meðal annars lengi vel starfsemi Síldarútvegsnefndar.

Ekki kemur fram hvort Gallery Gamma sem var til húsa í Garðastræti verði starfrækt þar áfram. 

Stikkorð: Gamma Garðastræti