Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,5% í dag í um 16,8 milljarða króna viðskiptum og hefur þá hækkað um 1,8% í þessari viku og rúm 3% á einum mánuði.

Þetta kemur fram í daglegu yfirliti Gamma um skuldabréfavísitöluna.

Verðtryggði hluti skuldabréfavísitölunnar, GAMMAi, hækkaði um 0,7% í dag og námu viðskipti um 2,9 milljörðum króna. GAMMAi hefur þá hækkað um 2% í vikunni og 2,6% á einum mánuði.

Óverðtryggði hluti skuldabréfavísitölunnar, GAMMAxi, lækkaði hins vegar um 0,1% í tæplega 14 milljarða króna viðskiptum. GAMMAxi hefur þó hækkað um 1,4% í vikunni og 4,1% á einum mánuði.

Meðal dagsvelta í vikunni var 12,7 milljarðar króna, þar af 4,7 milljarðar með verðtryggð skuldabréf og 8 milljarðar króna með óverðtryggð skuldabréf.