Fasteignaþróunarsjóður á vegum GAM Management (GAMMA) hefur í samstarfi við fjárfestana Jóhann Inga Kristjánsson og Daníel Frey Atlason, fest kaup á gamla Landsbankahúsinu að Laugavegi 77.

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins er þó ekki um sama sjóð að ræða og hefur fjárfest í íbúðum fyrir um 4 milljarða í miðbæ Reykjavíkur að undanförnu.

Gísli Hauksson, framkvæmdastjóri GAMMA, vildi í samtali við Viðskiptablaðið ekki gefa upp kaupverðið á húsinu né framtíðaráætlanir GAMMA með kaupunum. Húsið og lóðin voru áður í eigu Landsbankans sem var áður með útibú í húsinu. Þá er Valitor til húsa í sömu byggingu.