Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 0,7% í dag í viðskiptum upp á 23,3 milljarða. Viðskipti með verðtryggð bréf námu 8,6 milljörðum króna og lækkaði vísitala verðtryggðra bréfa um 0,8% en viðskipti með óverðtryggð bréf námu 14,7 milljörðum og lækkaði vísitala óverðtryggðra bréfa um 0,4%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Gamma.

Þar segir að samtals hafi GAMMA: GBI lækkað um 0,6% í vikunni og vísitala verðtryggðra bréfa um 0,5% en óverðtryggðra um 0,8%. Meðaldagsvelta í vikunni var 16,7 milljarðar króna.