Sjóðstýringafélagið GAMMA hefur hleypt af stokkunum nýjum lausafjársjóð sem ber titilinn GAMMA: LIQUID.

Á vefsíðu GAMMA segir að fjárfestingarmarkmið sjóðsins sé að auka verðmæti eigenda hans með fjárfestingum í fjármálagerningum fjármálafyrirtækja, bankavíxlum og innlánum, með skemmri lánstíma en eitt ár en einnig hefur sjóðurinn heimild til að fjárfesta í ríkisverðbréfum.

Sjóðurinn fjárfestir í innlánum og bankavíxlum fjármálafyrirtækja, að hámarki 40% á hvern mótaðila, og mega bankavíxlar að hámarki vera 50% af stærð sjóðs og að hámarki 20% í hverjum útgefanda. Einnig er heimilt að fjárfesta í vel tryggðum skuldabréfum og víxlum útgefnum af ríkissjóði.

Sjóðstjóri sjóðsins er Valdimar Ármann og er árleg umsýsluþóknun 0,40%.