Hugsanlegt er að á næstu tveimur árum verði á bilinu 8 til 10 félög skráð í Kauphöllina. Þetta er mat GAMMA, sem hefur sett á laggirnar nýjan fjárfestingarsjóð, Total Return Fund. Í lýsingu á sjóðnum segir að mikil tækifæri felist í því að geta unnið ítarlega greiningarvinnu á félögum áður en þau eru skráð og nýtt sér það að félög eru að jafnaði skráð á hagstæðum margföldurum. Á skuldabréfamarkaði er raunvaxtastig orðið lágt og ljóst að Seðlabankinn vill stemma stigu við því en töluverð verðbólga er áfram í pípunum.

Þessi nýi sjóður GAMMA er fyrir almenna fjárfesta og hefur hann víðtækar fjárfestingarheimildir. Hann getur m.a. fjárfest í öðrum sjóðum þ.m.t. fagfjárfestasjóðum, verðbréfasjóðum, hlutabréfum, skuldabréfum og innláum.

Í lýsingu sjóðnum segir m.a. að markmið hans sé að viðhalda og auka að raunvirði verðmæti eigenda sjóðsins með virkri stýringu. Helstu fjárfestingarákvarðanir sjóðsins eru ákvarðaðar af fjárfestingarteymi GAMMA. Víðtæk sérfræðikunnátta starfsmanna GAMMA á íslenskum og erlendum fjármálamörkuðum á sviði skuldabréfa, hlutabréfa og afleiða verður nýtt til að ná sem bestri ávöxtun að teknu tilliti til áhættu.

Nánar má lesa um sjóðinn hér .