Seðlabanki Íslands er samur við sig og heldur áfram hávaxtastefnu sinni og þversögnum. Engin viðleitni er sýnd til að koma Íslandi í gang aftur eða skilja önnur sjónarmið.

Margir hafa stigið fram og rökstutt það að lægri vextir myndu auka trúverðugleika Íslands, losa um innlent fjármagn sem mun leita í arðbær verkefni og að lokum þess vegna styðja við gengi krónunnar.

Þetta kemur fram í grein Valdimars Ármanns, hagfræðing hjá GAM Management (GAMMA) um stefnu Seðlabankans.

Valdimar segir að nýr seðlabankastjóri hafi í síðustu viku, við kynningu á ákvörðun bankans við að halda stýrivöxtum áfram í 12%,  reynt að rökstyðja að í rauninni væru stýrivextir ekki 12% heldur 9,5% sem eru innlánsvextir innlánsstofnana hjá Seðlabankanum.

„Rökin fyrir því að færa ekki stýrivexti einfaldlega niður í 9,5% voru þau að þá myndu aðilar (og þá sérstaklega erlendir aðilar) telja að Seðlabankinn væri að veita peningalegan slaka,“ segir Valdimar í grein sinni.

„Það lítur því út fyrir að Seðlabanki Íslands sé með tvenns konar stýrivexti, 9,5% sem íslenskir aðilar eiga að horfa á og 12% sem erlendir aðilar (les. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn) eiga að horfa á. Þetta er miður trúverðugt og í rauninni frekar hjákátlegt og stórlega vegið að sjálfstæði Seðlabankans með þessu.“

Valdimar segir í grein sinni að íslensku bankarnir séu um þessar mundir „stútfullir“ af peningum en samkvæmt tölum Seðlabankans um bankakerfið eru nú um 1.880 milljarðar króna í innlánum bankanna en af því eru um 10% Í innlán hjá Seðlabankanum.

Þá vekur Valdimar jafnframt athygli að því að nú ætli Seðlabankinn að gefa út innstæðubréf til að draga úr lausu fé í umferð. Bréfin eru gefin út til 28 daga og mega innlánsstofnanir bjóða 9,5% til 10% vexti í 15-25 milljarða króna í hverri viku (60-100 miljarða í mánuði).

„Skilaboðin eru því þau að frekar en að hvetja bankana til að lána þessa peninga út í hagkerfið til fyrirtækja eða almennings til að koma hjólum efnahagslífsins í gang þá er bönkunum boðið uppá enn hærri vexti en áður, einmitt með það að markmiði að koma í veg fyrir útlán banka,“ segir Valdimar.

„Er líklegt að bankarnir hækki innlánsvexti sína þar sem þeir geta fengið svo háa vexti hjá Seðlabankanum? Nei, það er ólíklegt - þar sem þeir þurfa að hækka vexti á 1.880 milljarða en fá hærri vexti á einungis 60-100 milljarða þá stinga þeir vaxtamuninum frekar í vasann í boði skattgreiðenda.“

„Óþolinmóðu" fjármagni mútað

Valdimar segir Seðlabankann telja að mikið af „óþolinmóðu" fjármagni sé enn á Íslandi sem muni leita í erlendan gjaldeyri við fyrsta (löglega eða ólöglega) tækifæri.

„Því þurfi að borga (sumir segja verðlauna eða múta) þessum fjármagnseigendum fyrir að vera í íslenskum krónum,“ segir Valdimar í grein sinni.

„Seðlabankinn er ekki að átta sig á því að með því að borga háa vexti á þessar fjárhæðir er í raun verið að stækka hratt „óþolinmóða" fjármagnið. Er líklegt að þessir „óþolinmóðu" aðilar sjái að sér eftir 1-2 ár þegar reynt verður að losa gjaldeyrishöftin og hætti þá við að skipta í erlendan gjaldeyri? Nei, það er ólíklegt - en eftir 1-2 ár er búið að stækka "óþolinmóða" fjármagnið um 8-20% með himinháum vaxtagreiðslum í boði íslenskra skattgreiðenda.“

Þá segir Valdimar jafnframt að ný seðlabankastjóri viðist ekki ætla að nota gullið tækifæri